Þroskaþjálfi óskast til sérkennslustarfa í leikskólanum Hraunborg.

 

Hraunborg er þriggja deilda leikskóli í Hraunbergi 10 í Reykjavík. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi og  hreyfingu. 

Starfað er í anda heiltækrar skólastefnu með fjölbreyttum starfsháttum og viðfangsefnum til að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Einkunnarorð Hraunborgar og leiðarljós í starfi eru: Leikur, læsi og lífsgleði.

Starfið er laust.  Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að veita barni/börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
  • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
  • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

  • Þroskaþjálfamenntun, reynsla af sérkennslu æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Góð íslenskukunnátta

Endilega hafið samband við leikskólastjórann Guðnýju Sigríði Hallgrímsdóttur í síma 5579770 eða sendið email á netfangið gudny.sigridur.hallgrimsdottir@rvkskolar.is

Hlökkum til að heyra í þér !