Þroskaþjálfi óskast í búsetuþjónustu í Borgarbyggð

Þroskaþjálfi óskast í búsetuþjónustu

Borgarbyggð óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 50% stöðu deildarstjóra og 23% stöðu þroskaþjálfa sem gengur almennar vaktir í Búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk.

Um er að ræða spennandi starf þar sem starfið er tvískipt en er samt fyrir einn aðila. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Búsetuþjónustunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Veitir þjónustunotendum stuðning í daglegu lífi
  • Tekur þátt í fræðslu og faglegum stuðningi við dagleg störf starfsmanna
  • Sinnir faglegum verkefnum Búsetuþjónustunnar undir stjórn forstöðumanns s.s. þjónustuáætlunum og einstaklingsupplýsingum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn) eða önnur menntun sem nýtist í starfi 
  • Samstarfs- og skipulagshæfileikar
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Samviskusemi, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og stuttur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020 og viðkomandi getur hafið störf 1. september nk.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á gudbjorgg@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Guðmundsdóttir, forstöðumaður, sími 433-7280 / 893-9280.