Þroskaþjálfi á VISS, vinnu og hæfingarstöð

VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa í 75% stöðu   frá 1. desember 2018 vinnutími frá kl 10 -16  VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu í Sveitarfélaginu Árborg.  

Meginverkefni:                                     

 • að veita faglega forystu í starfi
 • að leiðbeina, styðja og hvetja fólk til þátttöku
 • að skapa öryggi og vellíðan á vinnustað
 • efla sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks

Hæfniskröfur:

 • menntun í iðjuþjálfafræðum eða þroskaþjálfafræðum
 • leiðtoga og skipulagshæfileikar
 • frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • hæfni í mannlegum samskiptum
 • jákvæðni og góð þjónustulund
 • almenn tölvu kunnátta æskileg

 

 • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga, Þroskaþjálfafélag Íslands og Iðjuþjálfafélagsins.
 • Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Jónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi ragnhildur@arborg.is eða í síma 480-6920 og 899-7254

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu  berist til Ragnhildar Jónsdóttur forstöðuþroskaþjálfa VISS, vinnu og hæfingarstöðvar á netfang ragnhildur@arborg.is fyrir 12 nóvember. 2018