Þí hefur gengið frá samning við RVK

Nú á ellefta tímanum í kvöld undirritaði Þroskaþjálfafélag Íslands nýjan kjarasamning til 3ja ára við Reykjavíkurborg eftir mikið karp síðustu daga. Kynning verður haldin fljótlega á samningnum og verður kosning meðal félagsmanna í kjölfarið. Ef samningurinn verður samþykktur tekur hann gildi frá og með 1. júní 2011 og laun skv. honum koma þá til útborgunar 1. júlí 2011. Sjá kjarasamning ThI_lokaintak.pdf

Einnig var haldinn fundur með samstarfsnefnd ÞÍ og Reykjavíkurborgar. Niðurstaða þeirra fundar var að þroskaþjálfar sem starfa á heimilum fólks með fötlun (áður sambýli) bráðabrigðaraðast í eftirfarandi launaflokka.

Forstöðumaður bráðabirgðaraðast í lfl 179

Yfirþroskaþjálfi bráðabirgðaaraðast í lfl 163

Þroskaþjálfi bráðabirgðaraðast í lfl 158