Teymisvinna: stjórnun og starf í teymum

Nýlega er lokið námskeiði í Teymisvinna: stjórnun og starf í teymum sem Endurmenntun HÍ og Þroskaþjálfafélagið héldu í samstarfi. Á námskeiðinu var  farið yfir helstu þætti sem skipta máli í teymisvinnu. Meðal annars var fjallað um hvenær teymisvinna er líkleg leið til árangurs og hvenær ekki, hvernig á að velja í teymi, hvernig velja skal í teymi, hvernig teymisvinna þróast, helstu hindranir, kosti samskiptareglna. Lögð var áhersla á þætti sem tengjast trausti, samskiptum, sjálfstæði, samvinnu og endurgjöf í teymum.