Teymisstjóri í íbúðakjarna Barðastöðum

Við auglýsum eftir framsýnum og metnaðarfullum teymisstjóra til starfa í íbúðakjarna fyrir einhverfa.
Um er að ræða 100 % stöðu, dag, kvöld og helgarvaktir, þar sem unnið er eitt kvöld í viku og eina helgi í mánuði. Þjónustan miðað að því að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði íbúa. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf. Á Barðastöðum er einstaklega góður starfsandi, þar vinnur samheldin og jákvæður hópur starfsmanna. Hlutfall fagfólks er hátt, þroskaþjálfar ásamt starfsfólki með fjölbreytta menntun úr háskólanámi.

Helstu verkefni og ábyrgð 

• Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þeim.
• Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu og vinnur með íbúum á grundvelli einstaklingsáætlana.
• Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
• Veitir leiðsögn og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf.
• Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann.
• Ber ábyrgð á eftirfylgd einstaklingsáætlana og tryggir reglubundið mat á framvindu þeirra samkvæmt verklagi þar um.
• Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.

Hæfniskröfur 

• Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda
• Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum
• Reynsla af stjórnun æskileg
• Afburðahæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Þekking á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
• Góð tölvukunnátta og bílpróf
• Hreint sakarvottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 05.07.2022
Ráðningarform Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar  12034
Nafn sviðs Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Hanna Kristín Sigurðardóttir
Sími 8638032
Íbúðakjarni Barðastaðir 35
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík