Sólheimar ses. óska eftir að ráða þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa á atvinnu- og virknisviði Sólheima

Sólheimar ses. óska eftir að ráða þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa á atvinnu- og virknisviði Sólheima

Í boði er: 100% starf í dagvinnu. Um er að ræða spennandi og lærdómsríkt starf sem er í þróun við fjölbreytt verkefni í skemmtilegu umhverfi.

Starfssvið

·       Veitir og hefur umsjón með hæfingu og dagþjálfun fatlaðra

·       Leiðbeinir, styður og hvetur fólk til virkni og þátttöku í verkefnum

·       Stuðlar að því að skapa öryggi og vellíðan á vinnustað

·       Eflir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks

·       Aðstoð við fatlaða og umönnun eftir þörfum á vinnustað

·       Umhirða vinnustaðar

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Menntun í þroskaþjálfafræðum eða iðjuþjálfafræðum og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.

·       Reynsla af skipulagi faglegs starfs með fötluðum

·       Þjónustulund og jákvætt viðmót

·       Færni og lipurð í mannlegum samskiptum

·       Sjálfstæði, ábyrgð í starfi og framtakssemi

·       Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum

·       Almenn og góð tölvukunnátta

·       Hreint sakavottorð

Á atvinnu- og virknisviði Sólheima eru reknar fjórar vinnustofur, starfsþjálfun í fyrirtækjum Sólheimaseturs, viðhaldsdeild og mötuneyti auk öflugs félagsstarfs. Nú bætist við hæfing- og dagþjálfun vegna breyttra þarfa þjónustunotenda. Þroskaþjálfi í hæfingu- og dagþjálfun heyrir undir forstöðuþroskaþjálfa atvinnu- og virknisviðs. Leiguhúsnæði er í boði, en æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á Sólheimum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2019 og skulu umsóknir berast rafrænt á netfangið;

Frekari upplýsingar veitir Hallbjörn Rúnarsson, forstöðuþroskaþjálfi atvinnusviðs og skulu umsóknir sendar honum rafrænt á netfangið; hallbjorn.runarsson@solheimar.is