Skortur á samningsvilja af hálfu ríkisins

Samningafundi BHM og ríkisins hjá ríkissáttasemjara lauk í dag án þess að nokkuð þokaðist í kjaraviðræðunum. Ríkið mætti enn einu sinni til fundar án þess að hafa nokkuð fram að færa til lausnar. BHM lýsti því yfir á fundinum að ekki væri ástæða til að boða til annars fundar fyrr en ríkið sýndi samningsvilja og legði eitthvað fram. Það er alvarleg staða nú þegar verkföll hafa staðið yfir í tæpar fimm vikur.

BHM lítur svo á að fjármála- og efnahagsráðherra og samninganefnd hans eigi næsta leik í viðræðunum. Á meðan ríkið sýnir enga viðleitni til þess að leysa þessa deilu eru yfirstandandi verkföll og áhrif þeirra alfarið á ábyrgð þess.