Sjálandsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa

Sjálandsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 80-100% starfshlutfall skólaárið 2018 -2019.

 

Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ þar sem allir starfsmenn vinna saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af virðingu og hefur hag nemenda að leiðarljósi. Í skólanum eru 280 nemendur og starfsmenn eru rúmlega 40.

Auglýst er eftir þroskaþjálfa sem mun halda utan um málefni nemanda á yngsta stigi. Þroskaþjálfi er hluti af sérkennsluteymi skólans. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla. Þroskaþjálfi hefur m.a. það hlutverk að halda utan um og framfylgja ráðgjöf fagaðila, aðlaga námsumhverfi og námsefni að nemandanum og aðstoða við utanumhald á námsefni einstaklingsins í samráði við umsjónarkennara. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að starfa sem þroskaþjálfi
  • Reynsla af vinnu með börnum og unglingum á grunnskólaaldri er kostur
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
  • Kostur er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af vinnu með börnum á einhverfurófi

 

Um er að ræða 80 - 100% stöðu frá 1.janúar 2019 eða eftir samkomulagi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2018. Ráðning er frá 1. janúar 2019 eða eftir samkomulagi.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Edda Björg Sigurðardóttir skólastjóri, á netfangið edda@sjalandsskóli eða Sesselja Þóra Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri á netfangið sesseljag@sjalandsskoli.is.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.