Samnorrænn fundur var í vikunni

Laufey formaður Þroskaþjálfafélagsins og Ingibjörg formaður fagráðs eru ný komnar heim af stjórnarfundi NFFS ( Nordisk forum for socialpædagoger).

Fundurinn var haldinn í Finnandi, Helsinki, dagana 14 og 15 apríl 2015.  Þema dagana í þetta skipti var, hvernig gengur að afstofnanavæða þjónustuna?  Finnland  reið á vaðið og kynnti þróunarverkefni tengt þemanu þar sem ráðgjafi kom og sagði frá störfum sínum með alkóhólistum á þeirra eigin heimili. í kjölfarið kynntu hin löndin hvernig staðan er hjá þeim í að afstofananvæða þjónustuna.  Niðurstaðan er sú að margt hefur áunnist en mikið er enn eftir. Allir aðilar voru sammála um að mikilvægt eru að fagaðilar komi að þjónustunni og vinni utan stofnana.  

Venjuleg fundarstörf voru tekin fyrir og má þar meðal annars nefna  landsrapport allra landa. Landsrapport er að hvert land segir frá hvað er að frétta á t.d pólitískum vettvangi í landinu, hvað er að gerast í kjaramálum, hjá fagfélaginu og ef eitthvað nýtt eða spennandi er að gerast sem tengist málaflokknum.  Einnig má nefna  skýrslu frá AIEJI  sem var kynnt og sagt var frá þeim málum sem verið er að vinna í og þau mál sem framundan eru. Búið er að vinna verkefni um flóttabörn og næst tekur við verkefni um fólk með geðfötlun.

Unnið hefur verið undanfarið eitt ár í að sameina í einu skjali og fá yfirsýn yfir menntun social pædagoga eftir löndum. Sú vinna er nú búin og niðurstöður kynntar.

Einnig kom skipuleggjandi sameiginlegrar ráðstefnu Norrænna Socialpædagoga og socianoma og kynnti framgang skipulagningar hennar. Ráðstefnan verðu haldin í Helsinki dagana 10-12 júní næstkomandi. Nú þegar hafa rétt tæp 300 manns skráð sig. Hægt er að sjá nánar um ráðstefnuna á síðunni þeirra http://www.confedent.fi/nordic2015/  

Mikið var spurt og rætt um verkfallið sem BHM er í í dag. Félagar í NFFS ætlar að senda yfirlýsingu til stuðnings BHM sem segir að menntun er mikilvæg og skal hún metin til launa. Danmörk ætlar að ríða á vaðið og senda yfirlýsinguna til félagsins.