Sameiginleg yfirlýsing frá NFFS og NSSK

Fjölbreytt norðurlönd – auðvitað!

Sameiginleg yfirlýsing frá Norrænum samtökum þroskaþjálfa (NFFS)

og félagsráðgjafa (NSSK)14. ágúst 2011

 
Þann 22. júlí s.l. varð Noregur fyrir hryllilegri árás. Sjötíu og sjö einstaklingar voru drepnir og margir særðir í árásum á stjórnarráðshverfið í Osló og sumarbúðir ungmennasamtaka Verkamannaflokksins (AUF) á Útey. Það er með mikilli sorg í hjarta sem NSSK og NFFS sendir samúðarkveðjur til særðra og þeirra sem lifðu af,  fjölskyldna þeirra og til norsku þjóðarinnar.
Árásin var ekki bara árás á einstaklinga heldur árás á öll norðurlöndin og þau lífsgildi sem þau standa fyrir. Lýðræði, umhyggja, hreinskilni og fjölbreytni. Lífsgildi sem einnig eru grunngildi, norrænna félagsráðgjafa og þroskaþjálfa. Mikilvægt er að norðulöndn standi vörð um þessi gildi.
Norrænir félagsráðgjafar og þroskaþjálfar hittust í Reykjavík um helgina til að fræðast og ræða velferðarmál útfrá ýmsum sjónarhornum á ráðstefnunni „Welfare and Professionalism in Turbulent Times". Á ráðstefnunni fékkst staðfesting á fjölbreytni norðursins. Félagsráðgjafar og þroskaþjálfar hitta ólíka einstaklinga á hverjum deg, þar sem hver og einn leggur til fjölbreytnina í samfélaginu okkar.

Fjölbreytni býr til innihaldsríkara líf og betra samfélag. Uppruni, fötlun fólks eða annað skiptir ekki máli. Norðurlöndin sem hópur vill tryggja stöðu hvers og eins í samfélaginu.  Í stað þess að skipa okkur upp í „við og hinir" erum við öll eitt „við".  Eitt samfélag fyrir alla.
Atburðirnir í Noregi eiga að verða til þess að við tökum öll ábyrgð. Ábyrgð á því að byggja upp samfélag fyrir alla. Norrænir félagsráðgjafar og þroskaþjálfar eiga að standa í fremstu röð í baráttunni fyrir fjölbreytilegs mannlífs á Norðurlöndum.