Ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu

Málstofa um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk
á vegum Þroskaþjálfafélags Íslands og Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum
 
 
Ný lög tóku gildi 1. júlí 2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk 2011 nr. 88. Kafli V í þeim lögum tók gildi með breytingum  þann 1. október síðastliðinn en hann er um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk.  Sjá lögin hér http://www.althingi.is/lagas/nuna/2011088.html
 
Í málstofunni verður gengið út frá lögunum og þýðingu þeirra í störfum þroskaþjálfa.
 
Með framsögu verða:
Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Kristrún Sigurjónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
Rún Knútsdóttir, lögfræðingur hjá velferðarráðuneytinu
Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi
 
 
Tímasetning: 14. nóvember klukkan 11:30 - 13:30
Staður: Borgartúni 6, 3. hæð
Skráning: throska@throska.is