Óska eftir þroskaþjálfa eða sérfræðingi til starfa

Óska eftir þroskaþjálfa eða sérfræðingi til starfa

Helstu verkefni eru m.a.:

 • Gerð  einstaklings- og þjónustuáætlana
 • Gerð þjálfunargagna
 • Veita fólki stuðning og ráðgjöf við athafnir daglegs lífs á heimilum þeirra
 • Veita starfsfólki fræðslu og móta verklagsreglur og fylgja þeim eftir

 

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfanám eða önnur sambærileg háskólamenntun
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum með þroskaskertu fólki og með fólki með geðraskanir
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks ásamt ríkri þjónustulund og jákvæðni í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og mikil þolinmæði
 • Frumkvæði og samviskusemi
 • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð
 • Aldursskilyrði 26 ár
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

 

Í boði er:

 • Spennandi og lærdómsríkt starf í 30% - 40% vaktavinnu
 • Fjölbreytt og krefjandi verkefni
 • Góður samstarfshópur

 

Upplýsingar um starfið veitir:

 • Stella Á. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri þjónustuíbúða og frekari liðveislu sími 5442360

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.  

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknum  með ferilskrá skal skilað á netfangið stellak@hafnarfjordur.is  Umsóknarfrestur er til 3. janúar 2012.

 

Félagsþjónustan í Hafnarfirði