Nýjar siðareglur Þroskaþjálfafélags Íslands verða kynntar á aðalfundi félagsins

Aðalfundur félagsins verður þann 25. maí og af því tilefni verða nýjar siðareglur félagsins lagðar fram. Vinnuhópur siðanefndar hóf endurskoðun á siðareglunum haustið 2012 og voru starfssdagarnir í janúar 2013 helgaðir rýni á þær. Síðan þá hafa verið haldnir ótal fundir. Rýnihópar voru virkjaðir veturinn 2014-2015. Vinnuhópur siðanefndar lauk vinnunni í framhaldi af því nú í vor. Nú er staðan sú að Siðfræðistofnun var að skila af sér áliti á siðareglunum og því verður siðanefnd ÞÍ tilbúin að leggja þær fram á aðalfundi félagsins. Þetta er mikið fagnaðarefni.