Námskeið á vegum Tölvumiðstöðvar fatlaðra

Vorum beðin að vekja athygli á námskeiðum á vegum TMF. Þar er m.a. um að ræða námskeið "Boardmaker" og "PowerPoint, lifandi frásagnir"

  www.tmf.is

Athygli er vakin á því að oftast er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna námskeiða hjá stéttarfélögum.

Námskeið í Boardmaker,  5 kennslustundir.
Unnið er í Boardmaker Plus v.6

Boardmaker forritið er myndrænn gagnagrunnur með rúmlega 4000 myndum
(Picture Communication Symbols) og fjölda myndaramma sem notaður er til að búa til margvíslegar tjáskiptatöflur og verkefni.

 

Meðal þess sem kennt er:

  • Búa til reit og fjölfalda reit.
  • Finna og staðsetja myndir.
  • Gefa myndinni íslenskt varanlegt heiti. 
  • Setja inn eigin myndir í myndasafnið.
  • Setja saman myndir og breyta mynd.
  • Búa til eigin flokka.

Með Plus möguleikanum í Boardmaker er hægt að búa til gagnvirk verkefni.

Gagnvirk verkefni í Plus eiginleikanum sem farið er í eru:

•      Búa til gagnvirka hnappa
•      Tala inn á hnappa og setja hljóð á hnappa
•      Verkefni gerð með verkfærinu að draga
•      Vinna með verkfærið skrifað með táknmyndum
•      Búa til verkefni ,,skrifað með orðum og myndum”
•      Tengja saman verkefni

Kynntar verða ýmsar hugmyndir að verkefnum og tilbúin verkefni á netinu skoðuð.

Námskeið haldið að Háaleitisbraut 13, 4 hæð:

Þriðjudaginn 8. febrúar kl. 13 -17 Skráning eða á sigrun@tmf.is

Verð: 7000 kr. foreldrar fatlaðra barna 5000 kr.

Kennari: Sigrún Jóhannsdóttir

Námskeið í PowerPoint, lifandi frásagnir, 4 kennslustundir.

 Forritið PowerPoint sem er hluti af forritapakka Office er oftast notað til að setja fram efni í kennslu eða fyrirlestrum.

Á námskeiðinu eru margmiðlunareiginleikar PowerPoint notaðir til að búa til lifandi frásagnir eins og litlar bækur/sögur, félgshæfnisögur og námsverkefni.

Markmiðið er að virkja sköpunargleði og áhuga nemandans með efni sem byggir á persónulegum myndum, texta og tali. 
 

Meðal þess sem kennt er:

  • Margmiðlunareiginleikar forritsins notaðir til að búa til lifandi frásagnir. 
  • Búnar eru til sögur þar sem unnið er með  texta, tal, hljóð, myndir og hreyfimyndir.
  • Á námskeiðinu eru tilbúin snið af gagnvirku verkefnum afhent á geisladiski.

    Námskeið haldið að Háaleitisbraut 13, 4 hæð:

    Þriðjudaginn 1. febrúar kl. 9 -12 skráning  eða á hronn@tmf.is Verð: 6000.kr   

Námskeið í Hjálparforrit fyrir lestrar- og skriftarerfiðleika, 2 stundir.
Foxit Reader nýtist vel þeim sem eiga á einhvern hátt í erfiðleikum með að handleika skriffæri, eru lengur en jafnaldrarnir að skrifa eða ná ekki yfir alla verkefnabókina sökum skertrar hreyfifærni. Forritið opnar skjöl sem eru á PDF formi og hægt er að skrifa inn í verkefnin í tölvunni, vista og prenta út. Nokkuð úrval er til af námsbókum á tölvutæku formi hjá Námsgagnastofnun. Aðgangur að námsefni á rafrænu formi frá Námsgagnastofnun fæst hjá Guðríði Skagfjörð (gurry(hjá)nams.is). Easy Tutor er sérstaklega hannað með einstaklinga með lestrarerfiðelika eða lesblindu í huga. Notandinn getur skrifað, lesið og yfirfarið texta með röddum sem eru innbyggðar í forritið.

Meðal þess sem kennt er:

  • Hvernig nálgast má námsefni á tölvutæku formi.
  • Kennt á forritið Foxit Reader en hægt er að fá það ókeypis á netinu.
  • Hvernig undirbúa á vinnubækur eða verkefnablöð fyrir eyðufyllingu.
  • Eiginleikar tækjastikunnar.
  • Kennt á Easy Tutor sem er forrit sem hentar vel nemendum með lestrarerfiðleika og hvernig þessi tvö forrit vinna saman.


Námskeið haldið að Háaleitisbraut 13, 4 hæð:

Þriðjudaginn 25. janúar kl. 13:30-15:30. skráning eða á hronn@tmf.is 

Þriðjudaginn 8.febrúar kl. 10-12 skráning eða á hronn@tmf.is 

Verð: 4000 kr.  

 Kennari: Hrönn Birgisdóttir