Laust starf yfirþroskaþjálfa í búsetuþjónustu hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa í 100 % starf með vinnutíma frá 08.00-16.00. Starfið er laust frá 1. október n.k. eða eftir nánari samkomulagi.  Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun s.s. iðjuþjálfa, kennara, félagsráðgjafa.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stýrir starfi þjónustukjarna í búsetuþjónustu undir stjórn yfirmanns.
  • Ber ábyrgð á daglegri verkstjórn og skipulagi og fylgir eftir verkefnum.
  • Veitir leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsaðila.
  • Hefur umsjón með faglegu starfi  tveggja þjónustukjarna.

Við leitum að einstaklingi með

  • Starfsréttindi þroskaþjálfa eða menntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísindum
  • Reynslu af starfi með fötluðu fólki
  • Skipulagshæfileika
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
  • Íslenskukunnáttu

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Nánari upplýsingar veitir Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 470 0700 og á netfangi julias@egilsstadir.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri búsetu, netfang gudbjorgg@egilsstadir.is

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lynghálsi 12, 700 Egilsstöðum fyrir 27. ágúst n.k.

Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Vinnustaðir Fljótsdalshéraðs eru reyklausir.