Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

Nú liggja fyrir niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við Reykjavíkurborg. Kjarasamningurinn var samþykktur með meirihluta. Alls kusu 84 af 167 og svarhlutfall því 50,3%. Já sögðu 67 eða 79,76%, nei sögðu 17 eða 20,24%. Auðu skilaði enginn.