Hvernig mætir grunnskólinn mismunandi þörfum barna?

 
Fundur í Samfylkingarhúsinu Strandgötu 43. mánudaginn 21. mars klukkan 20:00 . Frummælandi Hrefna Haraldsdóttir þroskaþjálfi og foreldraráðgjafi. Allir velkomnir.
Hrefna Haraldsdóttir á að baki áratuga starfsreynslu í málefnum fatlaðs fólks, lengst af í starfi með börnum og foreldrum þeirra. Hún leggur áherslu á að starfa við hlið foreldra og leita með þeim lausna m.a. í skólakerfinu og annars staðar í stjórnsýslunni

Á fundinum mun Hrefna vera með stutt erindi, einskonar inngang að spjalli við fundargesti og svara fyrirspurnum þeirra. Í inngangi mun hún meðal annars velta upp þeirri spurningu , hvernig tekist hafi að þróa skóla án aðgreiningar í íslensku skólakerfi.

Fundurinn verður haldinn í Samfylkingarhúsinu Strandgötu 43. mánudaginn 21. mars klukkan 20:00 . Allir velkomnir.