Hlutverk siðareglna - 7. nóvember

Þriðji og síðasti fyrirlesturinn í seríunni um Hlutverk fagstéttarinnar og siðareglna ber nafnið Hlutverk siðareglna, verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 15 til 16 í Borgartúni 6, 3. hæð. Eftir sem áður verður fyrirlesari Ástríður Stefánsdóttir dósent í hagnýtri siðfræði við þroskaþjálfadeild HÍ.

Siðareglur þroskaþjálfa verða skoðaðar í ljósi umfjöllunar Sigurðar Kristinssonar um siðareglur. Athugað verður hvort siðareglurnar mæti þeim kröfum sem Sigurður leggur upp með og telur einkenna góðar siðareglur.

Enn er hægt að horfa á fyrirlestur eitt og tvö meðþví að fara inn á slóðina http://straumur.bhm.is Til að horfa á fyrirlestur eitt skal skrá inn í id 0509 og pin 0509. Til að horfa á fyrirlestur tvö skal skrá inn í id 0310 og í pin 0310. Á þriðja og síðasta fyrirlesturinn verður hægt að horfa á sömu slóð með því að slá inn í id 0711 og pin 0711.