Heimili fyrir börn óskar eftir yfirþroskaþjálfa/deildarstjóra

VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM OG FRAMSÆKNUM DEILDARSTJÓRA TIL STARFA

VILTU VERA MEÐ Í UPPBYGGILEGU OG ÁHUGAVERÐU STARFI MEÐ FÖTLUÐUM BÖRNUM

Við veitum íbúum á heimili fyrir börn einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum og barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Einnig leggjum við okkur fram við að skapa góða liðsheild. Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með börnunum í samræmi við ráðningarsamning og samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.

Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til hagsbóta fyrir þá sem njóta þjónustunnar.

 Um 80% starfshlutfall er að ræða.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur: 

  • Þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg háskólamenntun
  • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Þekking og reynsla af málefnum fatlaðs fólk

 Umsóknarfrestur er til og með 17. mars

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Maja Aradóttir, forstöðumaður heimili fyrir börn, í síma 694-6125. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.