Hamingjuóskir til allra þroskaþjálfa

Nú eru liðin 50 ár síðan nokkrar gæslusystur komu saman og af mikilli framsýni stofnuðu félag um fag sitt og starf. Félag þetta var undanfari Þroskaþjálfafélags Íslands. ÞÍ óskar öllum félagsmönnum til hamingju með daginn. Í dag gefur félagið einnig út bókina "Þroskaþjálfar á Íslandi. Saga stéttar í hálfa öld eftir Þorvald Kristinsson og teljum við það stærstu afmælisgjöf félagsins.

Í tilefni þessara merku tímamóta er félagsmönnum boðið í afmælisveislu 18.maí 2015 kl. 16:30 að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, 113 Reykjavík. Samkoman hefst með því að nokkrir þroskaþjálfar munu rifja upp nám sitt og störf og að því loknu mun vera boðið upp á léttar veitingar.