Gönguferð ÞÍ

 

Gengið verður á Helgafell í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. september 2012.
Eftir gönguna er göngufólki boðið í sumarbústað í Sléttuhlíð. Þar verður boðið upp á kaffi og kleinur. Aðrar veitingar hafa göngumenn með sér

Gangan:
Helgafell er 340m hátt móbergsfjall í um 7 km suðaustur frá Hafnarfirði. Helgafell einkennist af miklum klöppum og litlum gróðri. Mikið útsýni er af Helgafelli og fróðlegt er að sjá hvernig hraun í nágrenninu hafa runnið og sprungið eftir því sem ár og aldir hafa liðið.

Gangan á Helgafell hefst við bílastæðið hjá Kaldárseli (kl. 17.30), hérna eru leiðbeiningar að bílastæðinu og kort:
Keyrum til Hafnarfjarðar, og áfram Reykjanesbrautina, þá eru skilti sem sýna leiðina að Kaldárseli. GPS hnit á bílastæði: N64 01.367 W21 52.084

 
Farastjórar í ferðinni eru:
Laufey Elísabet Gissurardóttir og Margrét Jónsdóttir