Fundur með útgáfuráði

Í kjölfar námsskeiðs sem Baldur Sigurðsson Dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hélt eina kvöldstund í október ætlar útgáfuráð að bjóða þeim sem hyggjast skrifa grein í næsta tölublað á fund með fulltrúum útgáfuráðs þann 6. nóvember næstkomandi í Borgartúni 6 kl. 16:30-18. Tilgangur fundarins er að svara spurningum varðandi greinaskrif og miðla þeim aðferðum sem Baldur kenndi í október. Markmiðið með því að hvetja starfandi þroskaþjálfa til að skrifa greinar í komandi afmælisrit Þroskaþjálfafélags Íslands er að birta sterka mynd af fjölbreytilegum starfsvettvangi þroskaþjálfa og störfum þeirra. Þroskaþjálfar eru mikilvæg starfsstétt sem finna má á afar breiðum vettvangi samfélagsins og verðskuldar athygli á framlagi sínu. Með því að birta víðtæka mynd af fagstéttinni í vönduðu fagtímariti í afmælisritinu 2015 sem dreift verður víða um samfélagið getum við vakið aukinn áhuga annarra fagstétta á störfum okkar og jafnframt aukið þáttöku okkar og sýnileika í þverfaglegri og fræðilegri umræðu. Með kveðju Útgáfuráð