Fræðslufundur 4. nóvember

Þroskaþjálfafélag Íslands verður með fræðslufund 4. nóvember klukkan 16.30 til 17.30 í Borgartúni 6, 3 hæð. Efni fundarins er viðhorf og ábyrgð í vinnu. Fyrirlesturinn er hluti af undirbúningi fyrir komandi starfsdaga þar sem farið verður yfir starfsvettvang þroskaþjálfa og hvar mögulega ný tækifæri liggja. Erindið flytur Guðrún Snorradóttir sem hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði. Í erindinu er beint sjónum að þeim þáttum er auka líkur starfsmanna á því að blómstra í starfi. Að blómstra er að nýta hæfileika sýna til fullnustu, vinna með viðhorf sín til verkefna lífsins, að taka ábyrgð á eigin lífi og líðan. Velt er upp spurningum líkt og hvernig klæðist ég vinnuhlutverkinu mínu, hvernig stuðla ég að góðum samskiptum inn á vinnustaðnum og hvers vegna er sjálfsþekking mikilvæg. Hvetjum alla þroskaþjálfa til að mæta Fyrir hönd Þroskaþjálfafélagsins Fagráð