Forstöðumaður óskast á heimili fatlaðs fólks í Garðabæ

Garðabær óskar eftir að ráða í starf forstöðumanns á heimili fatlaðs fólks í Garðabæ. Um er að ræða 100% starfshlutfall og verður ráðið í starfið sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

 • Veitir heimilinu forstöðu
 • Áætlanagerð og ábyrgð á rekstri
 • Ábyrgð á skipulagi innra starfs
 • Ábyrgð á starfsmannamálum og samskiptum við aðstandendur og aðra samstarfsaðila
 • Leiðsögn og ráðgjöf til starfsmanna
 • Ráðgjöf til þjónustunotenda og aðstoð í daglegu lífi þeirra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri skilyrði
 • Reynsla af starfi á heimili fatlaðs fólks
 • Góð færni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og sveigjanleiki 
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólveig Steinsson í síma 5258500 eða með því að senda tölvupóst á solveigst@gardabaer.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, er hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.