Undirritun samkomulags um breytingu og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitafélaga

Nú undir morgun undirrituðu samninganefndir aðildarfélaga BHM (Þroskaþjálfafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns og upplýsingafræðinga, Dýrlæknafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Fræðagarður, Félagsráðgjafafélag Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila.

Nýr samningur verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.

Tilkynna þarf niðurstöðu kosninga um samninginn seinni part 5. apríl 2016.