Vísindasjóður verður greiddur út fyrir 1. mars 2022

Þeir sem eiga rétt á vísindasjóðsstyrk eru þeir félagsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn, en það eru m.a. þeir sem starfa  eftir kjarasamningi Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Áss styrktarfélags og Skálatúnsheimilisins.

Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um en til að fá styrk greiddan þarf félagið að hafa upplýsingar um bankareikning.

Ef þú hefur áður fengið styrk er félagið með þær bankaupplýsingar. Ef ekki, þá vinsamlega upplýstu félagið svo hægt sé að greiða þér fyrir 1. mars næstkomandi.

 

Vísindasjóður þroskaþjálfafélags Íslands

1.gr. Vísindasjóður Þroskaþjálfafélags Íslands er ætlaður til að efla faglega þekkingu í formi kaupa á fagbókum, fagtímaritum, ferða- og dvalarkostnaðar, námskostnaðar, námskeiðsráðstefnugjalda og eða á þann hátt sem félagsmaður telur sig auka fagþekkingu sína á sem bestan hátt.

2.gr. Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn í Þroskaþjálfafélagi Íslands sem greitt er fyrir í sjóðinn.

3.gr. Sjóðurinn er greiddur út til félagsmanna ÞÍ sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð, því þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðnum.

4. gr. Styrkur er greiddur eigi síðar en 1. mars ár hvert.

5.gr. Sjóðsstjórn er heimilt að endurskoða starfsreglur ár hvert. Nýjar reglur skulu kynntar á aðalfundi að undanfarinni samþykkt sjóðstjórnar og stjórnar Þ.Í