Fötlun og heilsa - niðurstaða könnunar á heilsu fatlaðs fólks

Hér með eru birtar niðurstöður könnunar á heilsu fatlaðs fólks; Fötlun og heilsa, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið. Könnunin náði til fullorðinna notenda þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin veita á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks. Í úrtaki voru 921 einstaklingur og var svarhlutfallið 63%.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða m.a. nýttar við innleiðingu aðgerða í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021, en þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks er nú til meðferðar á Alþingi.

Niðurstöðuna má finna hér.