Pistill formanns í tilefni alþjóðadags þroskaþjálfa

Í norrænu samstarfi NFFS í Helsinkii í Finnlandi
Í norrænu samstarfi NFFS í Helsinkii í Finnlandi

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er að kveldi kominn, frábær dagur! Það hefur verið einstök upplifun að fylgjast með öflugum þroskaþjálfum setja merki félagsins á forsíðumynd sína hér á FB, segja frá störfum sínum, setja inn myndir, myndbönd segja hversu stoltir þeir eru með störfin sín og að hvaða baráttumálum þeir eru að vinna að í dag. Ég er gríðarlega stolt af þroskaþjálfum og er stolt að fá að starfa sem formaður Þroskaþjálfafélags Íslands.

Í kvöld kom ég heim frá stjórnarfundi frá norrænu samtökum þroskaþjálfa, NFFS, en fundurinn var haldinn í Helsinki í Finnlandi. Þar var meðal annars farið yfir hvað er að gerast hjá þroskaþjálfum á Norðurlöndunum og víðar. Félagar okkar í Danmörku kynntu gagnabanka sem þeir hafa verið að vinna að síðustu þrjú árin þar sem þeir hafa safnað saman fræðigreinum sem snerta stéttina. Hægt er að nálgast hann á heimasíðu SL hér

Einnig var kynning á verkefni sem alheimssamtökin hafa gert um vinnu þroskaþjálfa með börnum flóttamanna. Þá skýrslu er hægt að skoða á heimasíðu aieji hér.

Finnar kynntu þróunarverkefni með eldra fólk sem heitir Likioma. Markmið verkefnisins er að eldra fólk í hverfi í Helsinki eigi góðan hversdag með öðrum íbúum hverfisins, að opna nýjar leiðir fyrir eldra fólk að eiga samskipti við aðra íbúa hverfisins, að vera í samvinnu með eldra fólki að skapa funda- og kaffiaðstöðu víðsvegar í bænum þar sem allar kynslóðir mætast. Nánar er hægt að lesa um verkefnið á þessari slóð hér

Árið 2016 verður NFFS 25 ára og af því tilefni er stefnt að því að skrifa sögu félagasamtakanna NFFS. Þar verður farið yfir þá möguleika og tækifæri sem felast í norrænu samstarfi og sagt frá þeim verkefnum sem unnin hafa verið á þesum árum. 

Að lokum, í starfskenningu þroskaþjálfa kemur meðal annars fram, að með þroskaþjálfun er unnið á fræðilegan og skipulegan hátt í samstarfi við þjónustunotendur, að stuðla að jákvæðum viðhorfum og efla færni og auka skilning á aðstæðum fólks sem býr við skerðingar.
Í störfum sínum koma þroskaþjálfar að stefnumótun og orðræðu á opinberum vettvangi og verða þannig mótandi afl í þróun jákvæðra viðhorfa til þjónustunotenda og starfa sinna.
Áfram þroskaþjálfar!

Áfram þroskaþjálfar

‪#‎thefinestjobintheworld‬ ‪#‎socialeducator‬ ‪#‎þroskaþjálfi‬
með kveðju
Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður ÞÍ