Alþjóðlegur dagur Social Educators/ þroskaþjálfa

Næstkomandi sunnudag, 2. október er haldinn alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Dagurinn er haldinn til að vekja athygli á störfum þroskaþjálfa. Í ár minna þroskaþjálfar á samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og þýðingu hans fyrir þroskaþjálfa, heilbrigðisstarfsfólk og félagsráðgjafa sem vinna með fötluðum.

Samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fólks með fötlun er mikilvægt skjal þar sem hnykkt er á stöðu fatlaðra með því að þeir skuli njóta sömu stöðu og aðrir þjóðfélagsþegnar, frjálsir og jafnir með sömu mannréttindi og aðrir.

Hjálpið til við að halda upp á daginn með því að senda rafrænt póstkort til að minna á þá staðreynd að fatlaðir skulu  njóta sömu réttinda og aðrir.  Það er gert með því að fara á þessa slóð : http://postcard.sl.metimus.dk/postcard.aspx?l=en

Nánari upplýsingar er að finna á : http://aieji.net/international-day-of-social-educators/