Að takast á við ógnandi hegðun einstaklinga

 

Námskeið í samstarf við Endurmenntun Háskóla Íslands og ÞÍ
 

Á námskeiðinu er farið yfir hagnýt atriði, með verklegum æfingum, sem auka öryggi starfsfólks þegar um ógnandi einstakling er að ræða. Markmið námskeiðsins er að gera fólk meðvitaðra um eigið öryggi í slíkum aðstæðum og hvernig er best að bregðast við í tali og háttum.

Ath. Þátttakendafjöldi er takmarkaður.


Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hvernig á að bregðast við í tali og háttum til að róa ógnandi einstakling
• Leiðir til að verjast höggum, spörkum og hvernig á að losa sig ef haldið
• Aðferðir til að losa þegar gripið er í handleggi, hár eða fatnað
• Leiðir til að draga úr spennu


Ávinningur þinn:
• Aukið öryggi gagnvart ógnandi einstaklingum.
• Leiðir og tækni til að verjast ofbeldi.


Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir félaga í Þroskaþjálfafélagi Íslands.


Kennari(ar):
Birgir Freyr Birgisson er með BA próf í félagsráðgjöf. Hann hefur kennt ýmis námskeið fyrir Rauða krossinn og geðsvið Landspítalans og má þar nefna m.a. skyndihjáp, neyðarvarnir og öryggis- og varnarnámskeið.


Aðrar upplýsingar:
Námskeiðið byggist að hluta á verklegum æfingum og er fólk því hvatt til þess að mæta í þægilegum fatnaði, t.d. í íþróttafatnaði.
Nánari upplýsingar og skráning er hægt að finna á hér