Að loknu málþingi

Kæri málþingsgestur
 
Takk fyrir samveruna síðast liðinn föstudag. Þingið var afar  vel sótt eða rúmlega 300 manns. Miklar og gagnlegar umræður sköpuðust í hverju pallborði og því ljóst að umræðan var þörf.
 
Í fyrsta lagi eru hér um að ræða vinnuverndarsjónarmið, hver er ábyrgð vinnuveitenda, ábyrgð fagmannsins og skaðabótakrafa samkvæmt kjarasamningi? Bæta þarf réttarstöðu stéttarinnar án þess að það fari gegn hugmyndafræði, gildismati og viðhorfi hennar.
 
Í öðru lagi, þau verkfæri sem fagmaðurinn hefur til að sinna sínu starfi, fjöldi fagfólks, þjálfun og þá mönnun sem þörf er á hverju sinni. Vinnuaðstæðurnar og um leið sá aðbúnaður sem þjónustunotendum er búinn. Lögfræðingur BHM sem og starfsmaður Vinnueftirlitsins hvöttu stéttina til að standa sig betur í atvikaskráningum sem og tilkynningum til Vinnueftirlitsins.Málþing Þroskaþjálfafélag Íslands, troðfullur salur
 
Málþingið er upphaf að áframhaldandi vinnu þar sem leita þarf leiða til útbóta fyrir alla aðila, hvort sem er starfsmann, eða þeirra einstaklinga sem fá þjónustu frá sveitarfélögunum. Sú vinna þarf að fara fram í samstarfi við aðila eins og hagsmunasamtök og sveitarfélögin.
 
Glærur hafa nú verið sendar á gesti málþingsins.