Þroskaþjálfi Spennandi og fjölbreytt starf við Vinnu og virkni

Ás styrktarfélag óskar eftir þroskaþjálfa í 100% starf í Stjörnugróf 7-9.

Um er að ræða vinnustað, þar sem fullorðið fatlað fólk er í vinnu og virkni.

Vinnutími er frá 8.00-16.00 virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ber ábyrgð á fagleglegu starfi, miðlar þekkingu til annara starfsmanna og veita þeim stuðning.
  • Setur upp og fylgir eftir dagskipulagi.
  • Styður við og aðstoðar fatlaða starfsmenn í vinnu og virkni.
  • Sinnir stuðningi og ráðgjöf, tryggir að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur og að veitt sé einstaklingsmiðuð þjónusta.

 

Hæfniskröfur:

  • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi.
  • Þekking á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndafræði.
  • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakarvottorð.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

Við hvetjum áhugasama karla jafnt sem konur að sækja um.

 

Nánari upplýsingar veitir Heba Bogadóttir í síma 414-0540/414-0560.

Atvinnuumsókn ásamt ferilskrá sendist á heba@styrktarfelag.is

 

Staðan er laus frá 1. september 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

 

Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar. Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 430 í tæplega 195 stöðugildum.