Þroskaþjálfi óskast í Plastiðjuna Bjarg á Akureyri

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur (PBI) óskar eftir metnaðarfullum og áhugasömum þroskaþjálfa.

Á Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi (PBI) fer fram starfsþjálfun og vinna fyrir fatlað fólk. PBI er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu. PBI starfar skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Þar er stunduð iðnaðarframleiðsla, m.a. framleitt raflagnaefni, kerti og prentað á fjármerki.

Í boði er:

 • 80-100% starf í dagvinnu.
 • Spennandi og lærdómsríkt starf sem er í þróun og að ryðja nýjar brautir.
 • Fjölbreytt og skemmtileg verkefni í boði.

Helstu verkefni eru:

 • Tekur þátt í faglegri uppbyggingu, stjórnun, umsjón og skipulagningu á einstaklingsmiðaðri þjónustu þeirra sem eru í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu, í samstarfi við deildastjóra og forstöðumann.
 • Veitir starfsfólki með skerta vinnugetu ráðgjöf og fræðslu.
 • Aðlagar verkefni, tæki og vinnuaðstöðu þannig að það henti hverjum og einum.
 • Stuðlar að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda.
 • Samstarf við aðstandendur, tengslastofnanir, fagaðila og aðra sem staðnum tengjast.
 • Tekur virkan þátt í fræðslu, gæða– og þróunarstarfi PBI.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar.
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Sjálfstæði, ábyrgð í starfi og framtakssemi.
 • Almenn og góð tölvukunnátta.
 • Hreint sakavottorð.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl 11:00 og 16:00 virka daga