Þroskaþjálfi óskast á skammtímaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi

Þroskaþjálfi óskast á skammtímaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi

Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir þroskaþjálfa til starfa á skammtímaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Á heimilinu sækja tíu einstaklingar þjónustu, fimm í einu, og þar er lögð áhersla á að þjónustunotendur búi sig undir flutninga að heiman. Starfið felst í því að veita aðstoð og leiðbeiningar við allt er lýtur að daglegu lífi þjónustunotenda bæði inni á heimilinu og utan þess.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 90% starf í vaktavinnu þar sem er unnið er á morgunvöktum, kvöldvöktum og aðra hverja helgi. Starfið er laust frá 2. janúar 2019.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki.
 • Hæfni í samskiptum og samstarfshæfileikar.
 • Framtakssemi og frumkvæði.
 • Sjálfstæð vinnubrögð.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þátttaka í faglegu starfi sem m.a. miðar að því að auka sjálfstæði þjónustunotenda.
 • Veita starfsfólki ráðgjöf.
 • Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
 • Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.
 • Samvinna við starfsfólk og aðstandendur.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynja Eyþórsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma 554-3414 eða í tölvupósti,brynjae@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is