Þroskaþjálfi í sérdeild fyrir börn með einhverfu í Langholtsskóla

Laus staða þroskaþjálfa í sérdeild fyrir börn með einhverfu

Langholtsskóli er heildstæður grunnskóli með um 710 nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, fjölbreytta kennsluhætti og skapandi viðfangsefni þar sem komið er til móts við öll börn í námi. Skólinn starfar í anda Olweusaráætlunarinnar gegn einelti, hefur tileinkað sér aðferðir byrjendalæsis og tekið þátt í fjölda þróunarverkefna á undanförnum árum. Upplýsingatækni er í hávegum höfð. Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu starfar í skólanum.

Einkunnarorð Langholtsskóla eru virðing - vellíðan - skapandi skólastarf.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Staðgóð þekking á einhverfu.
• Þekking og reynsla af skipulögðum vinnubrögðum (TEACCH líkaninu).
• Faglegur metnaður og skipuleg vinnubrögð.
• Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
• Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
• Góð íslenskukunnátta.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsjón með nemendum og þjálfun nemenda.
• Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og öðrum samstarfsmönnum.
• Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

100% starf.Ótímabundin staða. Staðan er laus nú þegar.

Nánari upplýsingar gefur Hreiðar Sigtryggsson í síma 5533188 og á hreidar.sigtryggsson@rvkskolar.is

Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri Langholtsskóla Holtavegi 23, 104 Reykjavík,  virðing – vellíðan – skapandi skólastarf