Þroskaþjálfi á Sólborg

Þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólanum Sólborg, sem er 5 deilda leikskóli við Vesturhlíð 1, 105 Reykjavík. Sérstaða leikskólans felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna og unnið er eftir hugmyndafræði náms án aðgreiningar. Lögð er áhersla á að viðurkenna og virða margbreytileikann í banahópnum. Sólborg hefur sérhæft sig í kennslu og námusumhverfi heyrnarskertra barna og sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla á landinu á því sviði. Leikskólinn tekur þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar (37 stunda vinnuvika).

Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur 

Þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af sérkennslu æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall  100%
Umsóknarfrestur 22.05.2019
Ráðningarform Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar  7171
 
Nafn sviðs Skóla- og frístundasvið
 
Nánari upplýsingar um starfið veitir  Guðrún Jóna Thorarensen
Sími 618-8937
Leikskólinn Sólborg
v/ Vesturhlíð
105
Reykjavík