Þroskaþjálfa vantar í störf með fötluðu fólki á Hæfingarstöðina að Bæjarhrauni
05.02.2019
Þar fer fram skipulögð vinna í grunn- og skynörvun annarsvegar og hinsvegar þjálfun í notkun óhefðbundinna tjáskipta ásamt almennri þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Í boði er:
- Framtíðarstarf í 100% dagvinnu.
- Afleysingarstarf í 100% dagvinnu.
- Spennandi, lærdómsríkt og framsækið starf.
- Fjölbreytt verkefni.
- Góð aðlögun.
Helstu verkefni:
- Taka þátt í starfi með þjónustunotendum með áherslu á að auka færni í óhefðbundnum tjáskiptum.
- Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda.
- Fylgja eftir einstaklingsmiðuðum þjálfunaráætlunum og starfsáætlun.
Hæfniskröfur eru:
- Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Samstarf- og skipulagshæfileikar.
- Samviskusemi, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólk.
- Jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2019.
- Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar við ÞÍ eða hlutaðeigandi stéttarfélag.
- Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
- Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is undir laus störf.
- Óskað er eftir að ferilskrá fylgi.
Upplýsingar veitir Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi virka daga í síma 565-0446 milli kl. 08.00-16.00.