Deildarstjóri óskast í þjónustukjarna fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ

Leitað er að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi í starf deildarstjóra í búsetukjarna þar sem markmiðið er að veita fólki með langvarandi stuðningsþarfir aðstoð og stuðning til sjálfstæðs heimilishalds og félagslegrar þátttöku í samfélaginu.

Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða aðstoð, virðingu og virk samskipti við íbúa.

Um er að ræða 80% starf á vöktum og væri kostur ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Ábyrgðarsvið:

  • Umsjón með faglegu starfi og þjónustu við íbúa í samráði við forstöðumann
  • Fagleg ráðgjöf til starfsmanna
  • Samskipti og samstarf við íbúa, aðstandendur og aðra þjónustuaðila
  • Þátttaka í að innleiða hugmyndafræðina Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching)

Hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar
  • Þekking á málefnum fatlaðs fólks skilyrði
  • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfi
  • Jákvæðni, framtakssemi og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Reykjanesbæjar: https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/atvinna/laus-storf

Með umsókn skal skila upplýsingum um nám og starfsferil

Upplýsingar gefur Kristín Ósk Bergsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi (kristin.o.bergsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-3260/869-9677)

 

Umsóknarfrestur til: 15. júlí 2019