Deildarstjóri í Þorláksgeisla 70

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts óskar eftir því að ráða deildarstjóra á heimili fyrir fatlað fólk í Grafarholti. Í Þorláksgeisla 70 búa 4 einstaklingar með mismunandi getu. Starfið er afar áhugavert en krefjandi um leið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð 

# Umsjón og eftirlit með daglegri þjónustu við íbúa.
# Skipuleggur og stýrir daglegum störfum starfsmanna í samráði við forstöðumann.
# Veitir starfsmönnum leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu.
# Sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu og aðstoða íbúa við allar daglegar athafnir.
# Gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlana.
# Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
# Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Hæfniskröfur 

# Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda.
# Þekking og reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum
# Reynsla af stjórnun kostur.
# Reynsla og þekking af teymisvinnu æskileg.
# Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
# Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
# Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttafélags