Barna- og fjölskyldustofa, sérfræðingur í verkefni tengdu barnavernd á farsældarsviði

Barna- og fjölskyldustofa leitar að sérfræðingi í verkefni tengd barnavernd á farsældarsviði. Um er að ræða 100% stöðu sem heyrir undir framkvæmdastjóra farsældarsviðs. Starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu. Farsældarsvið sinnir verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra meðal annars á sviði barnaverndar og fósturmála. Sviðið gegnir líka lykilhlutverki við innleiðingu samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna og styður við störf tengiliða, málstjóra og stuðningsteyma. Farsældarsviðið stýrir og skipuleggur ráðgjöf og fræðslu fyrir starfsfólk í barnavernd, veitir samstarfsaðilum og almenningi leiðbeiningar um barnavernd og stýrir fræðslu, þróun og innleiðingu aðferða við vinnslu barnaverndarmála. PMTO teymi stofunnar heyrir einnig undir sviðið.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ráðgjöf, handleiðsla og fræðsla fyrir starfsfólk í barnavernd.
  • Ráðgjöf, fræðsla og afgreiðsla umsókna vegna barna í fóstri.
  • Fræðsla um barnavernd fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum.

 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking á starfi barnaverndar. Þekking á fósturmálum er kostur.
  • Þekking á gagnreyndum aðferðum í þjónustu við börn og fjölskyldur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.  
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslensku og ensku kunnátta. Önnur tungumálakunnátta er kostur.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barna- og fjölskyldustofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að stofan aflar sjálf upplýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf. Barna- og fjölskyldustofa hvetur alla til að sækja um, óháð kyni.

 

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2022.

Nánari upplýsingar veitir

Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri farsældarsviðs í síma 530 2600 eða pall.olafsson@bofs.is