Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Öryggi og velferð skjólstæðinga geta verið í húfi

Öryggi og velferð skjólstæðinga geta verið í húfi Að gefnu tilefni vill Bandalag háskólamanna koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Markmið laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn er að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga með því að skilgreina kröfur um menntun, kunnáttu og færni heilbrigðisstarfsmanna og starfshætti þeirra. Í lögunum eru tilgreindar samtals 33 löggiltar heilbrigðisstéttir, þar af eru allmargar innan aðildarfélaga BHM. Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun sem og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Einstakingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf.
Lesa meira

Forseti Alþingis kemur eftirfarandi á framfæri

Undirritaður vill koma á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands eftirfarandi varðandi skráningu upplýsinga um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur alþingismann á vef Alþingis og ummæli sem ég hafði um það mál af forsetstóli í gær. þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra.
Lesa meira

ÞÍ gerir athugasemdir við ólögmæta notkun á starfsheitinu þroskaþjálfi

Alþingismaðurinn Anna Kolbrún Árnadóttir hefur kallað sig þroskaþjálfa í æviágripi sínu á vef Alþingis. Þetta er ekki rétt. ÞÍ hefur staðfestingu frá Landlæknisembættinu um að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi frá embættinu. Raunar hefur æviágripi þingmannsins á vef Alþingis nú verið breytt og er starfsheitið þroskaþjálfi ekki lengur nefnt þar.
Lesa meira